Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Lonicera caerulea v. edulis
Ćttkvísl   Lonicera
     
Nafn   caerulea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   v. edulis
     
Höfundur undirteg.   Turcz. ex Herd.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blátoppur / Berjablátoppur
     
Ćtt   Geitblađsćtt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti   Lonicera edulis (Turcz. ex Herder) Turcz. ex Freyn
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulhvítur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   1.5-2m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Blátoppur / Berjablátoppur
Vaxtarlag   Lauffellandi runni sem verđur 1,5-2 m hár, uppréttur og kúptur í vextinum.
     
Lýsing   Laufin eru gagnstćđ, egglaga, 3-8 sm löng og 1-3 sm breiđ, blágrćn, međ dálitla vaxáferđ. Blómin eru lítil, trektlaga, gulhvít, 12-16 mm löng međ 5 jafnstóra flipa. Ţau eru tvö og tvö saman á stönglunum. Beriđ er ljósblátt ber, dropalaga um ţađ bil 1 sm i ţvermál, ljúffengt. Ţegar berin eru grćn innan eru ţau ekki fullţroskuđ, ţau eiga ađ vera djúp purpurarauđ innan, ţegar ţau eru fullţroska.
     
Heimkynni   Kaldtemprađa beltiđ á norđurhveli.
     
Jarđvegur   Vel framrćstur, lífefnaríkur, međalrakur.
     
Sjúkdómar   Stöku sinnum lús og mađkur.
     
Harka   2
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   vetrar og sumargrćđlingar, sáning (fjarl. frć úr berinu)
     
Notkun/nytjar   Í ţyrpingar, blönduđ beđ, stakstćđir runnar. ---- Ber af berjablátopp er hćgt ađ nota í sultu, safa, vín, rjómaís, jógúrt, sósur og sćlgćti. ---- Langt er síđan fariđ var ađ rćkta berjablátoppinn í Rússlandi og komiđ hafi fram ýmis yrki ţar til ađ fá fram yrki sem gefa af sér meiri uppskeru af berjum. Ţarf víxlfrjóvgun, sólríkan og hćfilega rakan vaxtarstađ til ađ uppskeran verđi sem mest.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein gömul planta undir ţessu nafni, tvćr plöntur sem sáđ var til 1984 og gróđursett í beđ 1985 og ein sem sáđ var til 1981 og gróđursettar í beđ 1992. Allar ţrífast mjög vel. --- Mjög harđgerđur, falleg blásvört ber. Nokkuđ algengurí rćktun.
     
Yrki og undirteg.   Lonicera caerulea L. subsp. edulis (Turcz.) Hulten var. emphyllocalyx (Maxim.) Nakai ------ Plantan minna hćrđ en ssp. edulis, hćringin styttri, eđa plantan er nćstum hárlaus. Japan (Hokkaido, Honshu. REYNSLA: Í Lystigarđinum eru til tvćr plöntur undir ţessu nafni, sem sáđ var til 1979.
     
Útbreiđsla  
     
Blátoppur / Berjablátoppur
Blátoppur / Berjablátoppur
Blátoppur / Berjablátoppur
Blátoppur / Berjablátoppur
Blátoppur / Berjablátoppur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is