Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Primula glutinosa
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   glutinosa
     
Höfundur   Wulfen
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kvođulykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hreinblár, bláfjólublár eđa stokkrósableikur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hćđ   10 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Ţykkir, marggreindir jarđstönglar. Grćnu hlutar plöntunnar ţaktir fjölmörgum, stuttum kirtilhárum. Öll plantan meira og minna límug.
     
Lýsing   Blöđin stinn, matt-gljáandi međ brjósk á sagtenntum jöđrum. Lauf allt ađ 6 sm löng, 1 sm breiđ, öfuglensulaga til mjó-aftlöng. Blómin fjölmörg, umlukt breiđum blöđum, 2-8 blóm í sveip. Stođblöđ 4-12 mm breiđ egglaga til aflöng. Blómleggir allt ađ 2 mm. Blóm um 2 sm í ţvermál, blómlitur breytilegur, hreinblár, bláfjólublár eđa stokkrósableikur. Hvítblóma form eru einnig til. Blóm ilmsterk.
     
Heimkynni   A Alpar, M Balkanskagi (fjöll).
     
Jarđvegur   Rakur, leirkenndur, fremur ófrjór.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2, 12
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í kanta, í ker.
     
Reynsla   Lítt reynd, er í uppeldi sem stendur. Hefur snjóskýli ađ vetri í sínum náttúrulegu heimkynnum.
     
Yrki og undirteg.   Kvođulykill (Primula glitinosa) er sú tegund ţessarar deildar sem erfiđast er ađ rćkta, lík í rćktun og deslykill (P. deorum) og alpalykill (P. integrifolium).
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is