Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Rosa 'Magnefica'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Magnefica'
     
Höf.   van Fleet 1905 (USA).
     
Íslenskt nafn   Ígulrós, garðarós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Purpurarauður.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   150-180 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runnarós og ígulrósarblendingur, harðgerður og útbreiddur. Venjulega nær runninn 150-180 sm hæð en getur orðið hærri og miklu breiðari ef rótarskotin eru ekki fjarlægð. Hægt er að nota runnann sem limgerði, sem ekki er hægt að vaða gegnum
     
Lýsing   Rosa ‘Magnifica’ ber nafn sem segir allt. Þetta er mjög harðgerður, útbreiddur Rosa rugosa blendingur. Blómin eru 7-12 sm breið, purpurarauð, fyllt og ilma mikið og eru með gula miðju og líta út eins og þau séu gerð úr krippluðu silki. Kröftugur blendingur eins og ‘Magnifica’ er fallegur runni, uppréttur og umfangsmikill með mjög þétt, fallegt og hrukkótt lauf frá vori og allt sumarið, sen verður fallega bronslitt að haustinu og lauflausar, þéttþyrnóttar greinarnar eru fallegar í sjálfu sér. Yndisleg blómin standa lengi, og runninn blómstrar í sífellu, ekki þarf að klippa dauðu blómin jafnharðan af eins og hjá ‘dekur’rósum enda ekki æskilegt þar sem fallegar nýpurnar eru ætar og auka því á litina í garðinum að haustinu (eru á greinunum fram eftir vetri ef þeir eru ekki tíndir til matar), appelsínurauðar nýpurnar eru jafn einstakar sem skraut eins og blómin.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, lífefnaríkur, vel fraræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Ónæm fyrir sjúkdómum.
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.backyardgardener.com, http://www.paghat.com, davesgarden.com/guides/pf/go/64925/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Ígulrósir kæra sig ekkert um að vera úðaðar með eitri enda ónæmar fyrir óværu og því er í rauninn engin ástæða að meðhöndla þær á neinn annan hátt en lífrænan. Þær þurfa jafnvel ekki mikið af tilbúnum áburði til að bera mikið af blómum og nýpum. Þær þrífast best á sólríkum stað og það ætti að klippa þær seint og aðeins taka burt elstu stilkana til að rýma fyrir ungum. Flestir ígulrósablendingar eru orðnir til með kynbótum síðan eftir 1970 en ‘Magnifica’ er undantekning. Van Fleet erfði runna 1905. Þetta er fyllt form af villtri Rosa rugosa með einföld blóm, þótt evrópskir ræktendur merkin hana oft sem R. rubiginosa magnifica. Það lítur út fyrir að evrópskir ræktendum finnist að R. rubiginosa hafi verið notuð í kynbótunum. R. rubiginosa vex villt í Kína og var aðaluppspretta rósaolíu, með lauf sem eru enn meira ilmandi en blómin, en lauf ‘Magnifica’ er ekki með ilm Rosa rubiginosa laufanna. Rosa ‘Magnifica hefur verið notuð í nýlegum kynbótum til að búa til ný yrki. Rosa ‘Magnifica’ eins og flest rugosa-yrki þolir þurr, kulda, kemst hjá að vera bitin vegna allra þyrnanna og þrífst vel í görðum sem eru með ströndum fram þar sem saltvatn gengur yfir, þ.e. þær eru mikilvægastar saltþolinna, blómstrandi runna. Rosa rugosa blendingar eru aðeins viðkvæmar sunnarlega og í vönduðu úrvali má jafnvel finna hitaþolin yrki.
     
Reynsla   Engin reynsla í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is