Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Saxifraga |
|
|
|
Nafn |
|
rosacea |
|
|
|
Höfundur |
|
Moench. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Toppasteinbrjótur |
|
|
|
Ætt |
|
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól (hálfskuggi). |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
15-25 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Myndar fremur þéttar eða gisnar þúfur eða þunnar breiður. |
|
|
|
Lýsing |
|
Hvirfingarlauf 0,6-2,5 sm (ásamt laufleggnum), leggurinn lengri eða styttri en blaðkan. Blaðka skiptist til hálfs í 3-5 aðalflipa sem skiptast aftur í allt að 11 breiðsporbaugótta til bandlaga-aflanga hluta, hlutarnir eru snubbóttir, yddir eða broddyddir. Blaðkan er ekki rákótt á efra borði.
Blómstöngull 4-25 sm með 2-5 blóm í gisnum skúf. Krónublöðin 6-10 mm, öfugegglaga, hreinhvít.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
NV & M Evrópa. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, frjór, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæingabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Nokkuð breytileg tegund. Víða í ræktun og fjölmörg eintök til í garðinum |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
ssp. rosacea. Flipar laufa breytilegir ekki með stuttan brodd, venulega breiðir. Hár yfirleitt ekki kirtilhár. Heimkynni: M & NV Evrópa.
ssp. sponhemica (Gmelin) D.A Webb. Laufhlutar stuttyddir, mjóaflangir. Hár yfirleitt ekki kirtilhár. Heimkynni: M Evrópa.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|