Sigfús Daðason - Vængjasláttur Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.
Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!
Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.
Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.
Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.
|
Ættkvísl |
|
Saxifraga |
|
|
|
Nafn |
|
x eudoxiana |
|
|
|
Höfundur |
|
Kellerer & Sünderm. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Þekjusteinbrjótur |
|
|
|
Ætt |
|
Steinbrjótsætt (Saxifragaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær, sígræn jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní. |
|
|
|
Hæð |
|
10 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Blendingur S. ferdinandi-coburgi og helgisteinbrjóts (S. sancta) og dregur dám af foreldrum sínum. Sígræn, myndar breiður þéttra blaðhvirfinga.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf að 12 x 2 mm, bandlaga, dökkgræn, ydd, þyrnótt. Blóm í þéttum, nær kúlulaga sveip. Krónublöð gul.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Náttúrulegur blendingur. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, meðalfrjór-frjór, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í fjölæringabeð, í steinhæðir og víðar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Blómgast snemma (var til í garðinum áður, lifði í stuttan tíma ekki til eins og er).
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
'Eudoxia' er með ljós gullgul blóm.
'Gold Dust' er hraðvaxta með djúpgul blóm.
'Haagii' er gamall, harðgerður blendingur (Sünderm. 1908), grófgerður, myndar fljótt þéttar, grænar þúfur. Hver blómstöngull ber 4-5 blóm, krónublöð með djúpgullgulum blæ, minnir á blóm S. coburgii. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|