Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Sorbus pohuashanensis
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   pohuashanensis
     
Höfundur   (Hance) Hedl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tannareynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni - lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   - 8 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Tannareynir
Vaxtarlag   Lítið, lauffellandi tré, allt að 8 m hátt. Ársprotar eru dúnhærðir, brum þéttlóhærð.
     
Lýsing   Smáblöð 11-15, hvert smáblað 3-6 sm, oddbaugótt til aflangt-lensulaga, ydd, efri hlutinn hvasstenntur, grá-græn dúnhærð á neðra borði. Axlablöðin mjög stór, egglaga, langæ. Blóm hvít, 1 sm í þvermál 10 sm breiðum í þyrpingum, blaðstilkar ullhærðir. Aldin 6-8 mm, hálfhnöttótt, appelsínugul-rauð.
     
Heimkynni   N Kína.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakur-meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=3&taxon_id=200011701
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í trjá- og runnabeð.
     
Reynsla   Meðalharðgerur - harðgerður.
     
Yrki og undirteg.   'Chinese Lace' með djúptennt lauf og fallega haustliti, 'Pagoda Red' runnkennt yrki og 'Kewensis'með skærrauð aldin eru talin í RHS en ekki í ræktun hérlendis
     
Útbreiðsla  
     
Tannareynir
Tannareynir
Tannareynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is