Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Spiraea betulifolia v. aemiliana
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   betulifolia
     
Höfundur   Pall. non auct.
     
Ssp./var   v. aemiliana
     
Höfundur undirteg.   (C. Schneid.) Koidz.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Birkikvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Spiraea beauverdiana C.K. Schneid.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Birkikvistur
Vaxtarlag   Dvergvaxinn runni allt að 30 m hár. Ungar greinar oftast stutt-dúnhærð.
     
Lýsing   Lauf allt að 1,5×1,8 sm breið-bogaformuð, bogtennt, greinilega með netæðastrengi. Blómin allt að 5 mm í þvermál. Blómskipunin oftast stutt-dúnhærð, allt að 2,5 sm í þvermál.
     
Heimkynni   Japan, Kúríleyjar, Kamchatka.
     
Jarðvegur   Meðalfrjor, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, skipting.
     
Notkun/nytjar   Stakstæðir runnar eða íkanta, beð, ker.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til einn aðkeyptur runni frá Hörsholm Arboretum 1982 (kom í rauninni undir nafninu Spiraea beauverdiana C.K. Schneid. f. glabra). Falleg planta sem kelur lítillega flest ár, vex vel, blómstrar og er með fallega haustliti. Hefur ekki reynst eins vel og aðaltegundin - kelur þó nokkuð árlega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Birkikvistur
Birkikvistur
Birkikvistur
Birkikvistur
Birkikvistur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is