Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Spiraea densiflora ssp. splendens
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   densiflora
     
Höfundur   Nutt. ex Rydb.
     
Ssp./var   ssp. splendens
     
Höfundur undirteg.   (Baumann ex K. Koch) Abrams
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dreyrakvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Dökk rósbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst - september.
     
Hæð   -1,2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttir runni, mun stærri og grófgerðari en aðaltegundin, árssprotar dálítið hærðir, allt að 1,2 m hár, ungar smágreinar eru smádúnhærðar.
     
Lýsing   Lauf egglaga til oddbaugótt-aflöng, stöku sinnum ydd, sagtennt eða tvísagtennt, tennur grannar, laufin heilrend að grunni. Blómin í fín-smádúnhærðum eða næstum hárlausum hálfsveipum, bikarblöðin þríhyrnd, ydd.
     
Heimkynni   Bandaríkin (Oregon til Kaliforníu).
     
Jarðvegur   Meðalrakur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, rótskeyttar greinar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í stórar steinhæðir, í kanta, í blönduð runnabeð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1992, gróðursett í beð 1995, kelur lítið, blómstrar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is