Snorri Hjartarson - Lyng Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
|
Ættkvísl |
|
Spiraea |
|
|
|
Nafn |
|
humilis |
|
|
|
Höfundur |
|
Pojark. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Lágkvistur |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Ljósbleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
80-90 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, lágvaxinn runni, 25-50 sm hár, fremur þéttvaxinn, ungir sprotar þétt þaktir þéttri, rauðleitri hæringu. Breiðist út með rótarskotum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin 25-65 × 10-33 mm, oddbaugótt, sjaldan egglaga, fremur breið, 1,5-3 × lengri en þau eru breið, grunnur fleyglaga, sjaldan bogadreginn. Blaðkan ydd, hárlaus ofan með silkihár á æðastrengjum á neðra borði, oft sagtennt, oftast með aðeins eina, staka tönn í toppinn/endann, sjaldan eru tennur neðst á blöðkunni. Neðri laufin á sprotunum eru stundum heilrend, laufleggir 2-4 mm langir, með ryðlitan hárflóka, blómin ljósbleik, blómskipunin þétt, breið, egglaga til pýramídalaga, þ. e. egglaga klasar, 25-100 × 20-65 mm. Blómskipunarleggir og blóm með ryðlita hæringu, blómleggir 1,5-3 mm, bikarblöð þríhyrnd, ydd, fræflar miklu lengri en krónublöðin.&
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Austur-Síbería, Asía (Ussuri, Sakhalin). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, meðalrakur-rakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
http://database.dendrologie.cz, http://www.mzp.cz |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, rótarskot, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, í raðir, framan til í trjábeðum. Lágkvisturinn er náskyldur víðikvist (S. salicifolia), en frábrugðinn honum að því leyti að hann er lávaxnari, með breið-pýramídalaga blómskipun, styttri lauf og ryðlita hæringu. Blómviljugur. Frostþolinn. ε |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til 3 gamlir runnar sem þrífast vel og blómstra árlega og plöntur sem sáð var til 1990 og 1992, sem þrífast jafn vel og þær gömlu. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Lágkvisturinn var líklega ekki fluttur til ræktunar í görðum, þótt hann sé líklega eini lágvaxni kvisturinn sem hentar á votlenda staði. Hann er ræktaður í nokkrum grasagörðum í gömlu Sovétríkjunum og þaðan hefur hann dreifst með fræskiptakerfinu til annarra landa. |
|
|
|
|
|