Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Spiraea humilis
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   humilis
     
Höfundur   Pojark.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lágkvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljósbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   80-90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Lágkvistur
Vaxtarlag   Lauffellandi, lágvaxinn runni, 25-50 sm hár, fremur þéttvaxinn, ungir sprotar þétt þaktir þéttri, rauðleitri hæringu. Breiðist út með rótarskotum.
     
Lýsing   Laufin 25-65 × 10-33 mm, oddbaugótt, sjaldan egglaga, fremur breið, 1,5-3 × lengri en þau eru breið, grunnur fleyglaga, sjaldan bogadreginn. Blaðkan ydd, hárlaus ofan með silkihár á æðastrengjum á neðra borði, oft sagtennt, oftast með aðeins eina, staka tönn í toppinn/endann, sjaldan eru tennur neðst á blöðkunni. Neðri laufin á sprotunum eru stundum heilrend, laufleggir 2-4 mm langir, með ryðlitan hárflóka, blómin ljósbleik, blómskipunin þétt, breið, egglaga til pýramídalaga, þ. e. egglaga klasar, 25-100 × 20-65 mm. Blómskipunarleggir og blóm með ryðlita hæringu, blómleggir 1,5-3 mm, bikarblöð þríhyrnd, ydd, fræflar miklu lengri en krónublöðin.&
     
Heimkynni   Austur-Síbería, Asía (Ussuri, Sakhalin).
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur-rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://database.dendrologie.cz, http://www.mzp.cz
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, rótarskot, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í raðir, framan til í trjábeðum. Lágkvisturinn er náskyldur víðikvist (S. salicifolia), en frábrugðinn honum að því leyti að hann er lávaxnari, með breið-pýramídalaga blómskipun, styttri lauf og ryðlita hæringu. Blómviljugur. Frostþolinn. ε
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til 3 gamlir runnar sem þrífast vel og blómstra árlega og plöntur sem sáð var til 1990 og 1992, sem þrífast jafn vel og þær gömlu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Lágkvisturinn var líklega ekki fluttur til ræktunar í görðum, þótt hann sé líklega eini lágvaxni kvisturinn sem hentar á votlenda staði. Hann er ræktaður í nokkrum grasagörðum í gömlu Sovétríkjunum og þaðan hefur hann dreifst með fræskiptakerfinu til annarra landa.
     
Lágkvistur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is