Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Spiraea japonica v. fortunei
Ćttkvísl   Spiraea
     
Nafn   japonica
     
Höfundur   (L.) Desv.
     
Ssp./var   v. fortunei
     
Höfundur undirteg.   (Planch.) Rehd.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Japanskvistur
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sumargrćnn runni.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hćđ   1,5-1,8 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Japanskvistur
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Oftast hćrri en 1,5 m. Smágreinar eru sívalar, dúnhćrđar í fyrstu. Lauf 5-10 sm, aflöng-lensulaga, odddregin, gróf og hvass tvísagtennt, tennur innsveigđar, brjóskyddar, hrukkótt á efra borđi, bláleit og hárlaus neđan. Blómin bleik, í marggreindum, smádúnhćrđum hálfsveipum. &
     
Heimkynni   A & M Kína.
     
Jarđvegur   Međalrakur, frjór, djúpur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumargrćđlingar, skipting.
     
Notkun   Í ţyrpingar, beđ, ef til vill í rađir eđa stakstćđir.
     
Nytjar   Reynsla: Í Lystigarđinum er til ein ađkeypt planta frá Nordplant 1985, lítil, sein til, kal flest ár, en blómstrar mikiđ og er međ fallega haustliti 2011. Međalharđger-harđger, hćgvaxta, má klippa alveg niđur árlega
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Japanskvistur
Japanskvistur
Japanskvistur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: bjorgvin@akureyri.is