Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
|
Ættkvísl |
|
Spiraea |
|
|
|
Nafn |
|
henryi |
|
|
|
Höfundur |
|
Hemsl. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Stórkvistur |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól (hálfskuggi). |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
2-3 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, hávaxinn og breiðvaxinn, gisgreinóttur runni, allt að 3 m hár, útbreiddur. Greinar rauðbrúnar og sívalar, dálítið dúnhærðar í fyrstu. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 3-9×0,75 sm, mjó-aflöng eða öfuglensulaga, gróftennt í oddinn (oddur heilrendur á litlum og ungum laufum), lauf hárlaus eða smádúnhærð ofan, grá og með gisna ullhæringu neðan. Blómin 6,5 mm í þvermál, hvít, í hnöttóttum, samsettum hálfsveipum, sem eru 5 sm í þvermál. Þeir eru endastæðir á stuttum, laufóttum, hliðargreinum. Blómleggir og eggleg dúnhærð. Aldin dúnhærð, ögn útstæð.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
M & V Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalþurr, sendinn, frjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem sakstæður runni, í skjólgóð beð, í þyrpingar. Líkur lotkvisti (S. wilsonii Dutie), sem er frábrugðin að því leyti að blómskipunin og blómleggirnir eru hárlausir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er ein aðkeypt planta frá 1983, sem þrífst vel, er orðin um 2 m há og blómstrar árlega.
Meðalharðgerður runni sem kelur að jafnaði fremur lítið en af og til mikið og kemur. Það þá niður á blómgun það árið. Fyrst reyndur af Unnsteini Ólafssyni við Garðyrkjuskóla Ríkisins 1947, nokkuð víða í ræktun. Líkist nokkuð bogakvisti (Spiraea veitchii) en sá er með rákótta árssprota og krónubl. miklu styttri en fræflarnir, flest blöðin heilrend og blómgast seinna. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|