Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Taxus x media
Ættkvísl   Taxus
     
Nafn   x media
     
Höfundur   Rehder
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðaýr
     
Ætt   Ýviðarætt (Taxaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi (sól).
     
Blómlitur   kvk grænt ber.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   1-5 m ?
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Garðaýr
Vaxtarlag   Blendingur T. baccata × T. cuspidata, sem líkist báðum foreldrunum. Pyramidalaga, breiður runni með fremur útstæðar greinar, kröftugri en T. baccata. Ársprotar ólífugrænir, oft rauðleitir sólarmegin, eldri greinar ólfíugrænar oft með rauðleitri efri hlið.
     
Lýsing   Brumhlífar snubbóttar, dálítið kjalaðar. Barrnálar líkar og á T. cuspidata en samt alltaf greinilegra tvískiptar og oft láréttar og útbreiddar, þar að auki aðgreindar á ólífugrænum greinum, þær líkjast meira nálum Taxus cuspidata og er aðgreindur frá T. baccata á stinnari og breiðari barrnálum með minni odd, meira áberandi miðtaug og nálapúða sem breikkar snögglega í barrlegginn/lauflegginn. Blómin sitja í blaðöxlum á fyrra árs greinum, einkynja ♂ blóm sem hnattlaga þyrping af frævlum, ♀ blómið er eins og lítið grænt ber, sérbýlisplanta, eitt fræ er í hverjum berköngli og er umlukið rauðri frækápu.
     
Heimkynni   Garðablendingur.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar í ágúst-september.
     
Notkun/nytjar   Í norður og austur jaðri beða.
     
Reynsla   Hefur þrifist vel í Lystigarðinum og kelur þar lítið sem ekkert.
     
Yrki og undirteg.   Fjöldi yrkja í ræktun.
     
Útbreiðsla  
     
Garðaýr
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is