Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Caragana arborescens 'Pendula'
Ættkvísl   Caragana
     
Nafn   arborescens
     
Höfundur   Lam.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Pendula'
     
Höf.   fyrir 1856
     
Íslenskt nafn   Hengikergi
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Ljósgulur
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   1-1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Hengikergi
Vaxtarlag   Slútandi, hangandi, regnhlífa vaxtarlag, oftast ágrætt á u.þ.b. 1,5 m háan stofn.
     
Lýsing   Þetta er eiginlega skriðult form sem er grætt á stofn. Kröftugt í vextinum. Greinar eru stinnar til hangandi, áberandi hangandi. Grædd á stofna af aðaltegundinni. Greinar hanga beint niður í stuttum bogum. Harðgerður runni en fremur seinvaxinn, þolir illa köfnunarefnisáburð, er með Rhizobium bakteríur á rótum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Margskonar jarðvegur, vel framræstur, ekki of þurr, hæfileg vökvun
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z2
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Ágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Stakstæð, í beð, í stórar steinhæðir
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta, sem var keypt í gróðrarstöð 1995 og gróðursett í beð það sama ár. Þrífast vel bæði norðan og sunnanlands og kelur lítið sem ekkert. Hefur blómstrað mikið hin síðari ár.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Hengikergi
Hengikergi
Hengikergi
Hengikergi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is