Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós "Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."
|
Ættkvísl |
|
Pulsatilla |
|
|
|
Nafn |
|
albana |
|
|
|
Höfundur |
|
(Stev.) Bercht. & J. Presl. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Persabjalla |
|
|
|
Ætt |
|
Sóleyjarætt (Ranunculaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Anemone albana Stev. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
- 18-30 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Náskyld kúabjöllu (Pulsatilla pratensis), 5-18 sm há þegar hún blómstrar, allt að 30 sm þegar fræin eru fullþroskuð. Grunnlauf 2,5-6 sm, aflöng að utanmáli, tvífjaðurskipt með 3-4 pör af fyrstu skiptingu, önnur skipting djúp fjaðurskipt, fliparnir lensulaga eða bandlaga, því sem næst snubbótt, heilrend eða ögn skert-tennt, mjúkhærð, nema á neðra borði. Reifablöð allt að 30 sm, bandlaga, sljóydd. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin drúpandi, bjöllulaga með mjóan grunn, allt að 2,5 sm, blómhlífarblöð aflöng-oddbaugótt, aftursveigð efst, gul, með þétt, aðlæg silkihár á ytra borði. Fræflar ná ekki út úr blóminu. Hnetur með brodd allt að 2,5 sm.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Kákasus, NA Tyrkland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í beðkanta. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til planta sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2007 og önnur sem sáð var til 2010 og gróðursett í beð 2015, báðar þrífast vel.
Allharðgerð planta, en ákaflega sjaldgæf hérlendis (kennd við borgina Albana við Kaspíahaf). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|