Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Rudbeckia hirta
Ættkvísl   Rudbeckia
     
Nafn   hirta
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Stráhattur
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Tvíær-fjölær, skammlíf.
     
Kjörlendi   Sól, skjól.
     
Blómlitur   Fölgulur.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   60-100 sm (allt að 200 sm).
     
Vaxtarhraði  
     
 
Stráhattur
Vaxtarlag   Tvíær eða skammlíf fjölær jurt, allt að 200 sm há.
     
Lýsing   Lauf allt að 10 sm, mjó-lensulaga eða öfuglensulaga, oftast með 3 rif, heilrend eða með strjálar tennur, með legg. Karfan stök á löngum legg, blómbotn keilulaga, reifablöð stinnhærð. Geislablóm allt að 4 sm, fölgul, dekkri við grunninn, hvirfingablóm purpurabrún. Enginn svifhárakrans.
     
Heimkynni   M Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Skammlíf í ræktun, ræktuð af og til sem sumarblóm.
     
Reynsla   Hefur reynst þokkalega sem sumarblóm, lifir yfirleitt ekki af næsta vetur.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í ræktun erlendis. T.d. 'Gloriosa', 'Golden Flame', 'Green Eyes', 'Kelvedon Star' ofl.
     
Útbreiðsla  
     
Stráhattur
Stráhattur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is