Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Paeonia broteroi
Ættkvísl   Paeonia
     
Nafn   broteroi
     
Höfundur   Boissier & Reuter
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Spánarbóndarós
     
Ætt   Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljósbleikur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   30-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Upprétt jurt, stilkar hárlausir.
     
Lýsing   Fjölæringur allt að 40 sm hár, hárlaus. Laufin allstór. Neðri laufin tvíþrífingruð með 9 smálauf, enda smálaufin djúpskert í 2-3 bleðla, efri laufin með heilrend smálauf. Smálauf næstum legglaus, ydd, grunnur fleyglaga. Blómin stök, skállaga, allt að 10 sm í þvermál, krónublöð breið-egglaga, ljósbleik. Fræflar allt að 2,5 sm, gulir. Frævur 2-4, með hvít, löng hár. Fræhulstur allt að 4 sm.
     
Heimkynni   Íberíuskagi (Portúgal, Spánn).
     
Jarðvegur   Djúpur, léttur, frjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   7
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í beð eða í þyrpingar.
     
Reynsla   Hefur verið sáð nokkrum sinnum í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is