Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Soldanella cynaster
Ćttkvísl   Soldanella
     
Nafn   cynaster
     
Höfundur   Schwarz
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hjartakögurklukka*
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól til hálfskuggi.
     
Blómlitur   Blár (-ađeins fjólublár).
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hćđ   Allt ađ 25 sm
     
Vaxtarhrađi   Hćgvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Lágvaxinn fjölćringur, allt ađ 25 sm hár, náskyldur fjallakögurklukku (S. montana). Lauf hjartalaga međ djúpar skerđingar, allt ađ 3 sm í ţvermál.
     
Lýsing   Á hverjum stilk eru allmörg blóm, allt ađ 18 mm í ţverál, krónan er fremur blá en fjólublá, nćstum flöt-útbreidd, djúpkögruđ međ pípulaga grunn. Einkennist af mjög flat-trektlaga blómum, hliđarklaufir eru styttri en ađalklaufir.
     
Heimkynni   Búlgaría (Pírín fjöll og Rhodope fjöll).
     
Jarđvegur   Rakur, mjög vel framrćstur, nóg vatn yfir veturinn, á svölum stađ, ögn súr.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka  
     
Heimildir   2, 12, encyclopardia.alpinegardensociety.net/plant/Soldanella/cyanaster
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í kanta, í ker.
     
Reynsla   Í steinhćđ frá 2000. Hefur reynst vel ţađ sem af er.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is