Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Soldanella pusilla
Ættkvísl   Soldanella
     
Nafn   pusilla
     
Höfundur   Baumgart.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vætukögurklukka
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Rauðfjólublár.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   10 sm
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Lágvaxin, oft með skammæja legglausa kirtla. Laufin 0,5 sm í þvermál, hjartalaga með áberandi æðastrengi á neðra borði. Blómstönglar allt að 9 sm háir. Blómin stök.
     
Lýsing   Lauf kringlótt til nýrlaga með breiða skerðingu við grunninn. Blómstönglar 2-10 sm, venjulega einblóma. Krónublöð 8-15 mm, krónan mjó-bjöllulaga, klofin að 1/4 eða þar um bil, rauðfjólublá með bláar rákir á innra borði.
     
Heimkynni   Fjöll í M & A Evrópu (Alpafjöll, Karpatafjöll, Rhodope fjöll og Appeninafjöll).
     
Jarðvegur   Rakur, vel framræstur, nóg vatn yfir veturinn, á svölum stað, ögn súr.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   1,2, encyclopedia.alpinegardensociety.net/plants/Soldanella/pusilla
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í ker, í kanta.
     
Reynsla   Í steinhæð frá 1995, hefur reynst vel og vaxið án áfalla.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is