Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Saxifraga x churchillii
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   x churchillii
     
Höfundur   Huter.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Churchillsteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti   S. x bellunensis
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   15-35 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Náttúrulegur blendingur hagasteinbrjóts (S. hostii) og bergsteinbrjóts (S. paniculata,) sem hefur verið ræktaður í mörg ár.
     
Lýsing   Líkist bergsteinbrjót, en er stærri og með djúptennta blaðjaðra og með hærri blómskipun. Blöðin stutt og breið, grænleit, ydd, með áberandi kalkútfellingum.
     
Heimkynni   Náttúrilegur blendingur.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, basískur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Köhlein, Saxifragas.
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í ker, í jaðra, þarf vökvun í langvarandi þurrkum.
     
Reynsla   Hefur reynst þokkalega harðgerð (HS)- ekki til í lystigarðinum 2014.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is