Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Saxifraga pedemontana
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   pedemontana
     
Höfundur   All.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fannasteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær, sígræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hreinhvítur.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígrænn fjölæringur. Stönglar greinóttir, laufóttir sprotar langir, myndar gisna þúfu.
     
Lýsing   Laufin 8-15 x 9-20 mm, kjötkennd eða leðurkennd, handskipt, flipar 3-9, mjó-oddbaugóttir til bandlaga-aflangir með stutt kirtilhár. Blómstönglar 5-18 sm, greindir ofan til, blómskipun myndar mjóan skúf með 2-12 blómum. Krónublöð 9-21x2,5-8 mm efri hlutinn útsveigður þannig að blómið sýnist trektlaga, hreinhvít.
     
Heimkynni   Fjöll í SA & SM Evrópu, N Afríka.
     
Jarðvegur   Léttur, jafnrakur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í ker, í kanta.
     
Reynsla   Stutt reynsla, í uppeldi og N11 frá 2003, dauð. Önnur planta er til sem sáð var til 2014 og gróðursett í beð 2015.
     
Yrki og undirteg.   ssp. cervicornis (Viviani) Engler. Ung lauf á blómlausum sprotum innundin, blaðkan mjókkar í mjóan legg, flipar mjó-aflangir, snubbóttir, yddir eða með stuttan odd, langir, vita fram á við eða eru útstæðir. Blómstöngull allt að 15 sm. Krónublöð 10-13 x 4-5 mm. Heimk.: Korsíka, Sardína. ssp. prostii (Sternberg) D.A. Webb. Blaðkan mjókkar í legg, flipar breiðari en á ssp. cervicornis, blaðkan ydd með stuttan odd. Blómstönglar allt að 18 sm. Krónublöð 9-12 x 2.5-4 mm. Heimk.: M Frakkland
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is