Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Primula prolifera
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   prolifera
     
Höfundur   Wall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sunnulykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti   Aleuritia prolifera (Wall.) Soják
     
Lífsform   Fjölćr, sígrćn.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Föl-gullgulur eđa mófjólublár.
     
Blómgunartími   Snemm sumars.
     
Hćđ   70-90 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Sígrćn tegund, ekki mélug eđa gulmélug á efri hluta blómstilka og bikar.
     
Lýsing   Lauf 50 x 10 sm, öfuglensulaga til tígullaga, grófhrukkótt, stutttennt, dökkgrćn, gljáandi. Blađleggir sverir, hvítir. Blómstönglar allt ađ 100 sm međ 1-7 kransa, hver krans međ 3-12 ögn hangandi blóm. Blómleggir stuttir viđ blómgun en lengjast í allt ađ 3 sm viđ aldinţroska. Stođblöđ 1-2 sm, bandlaga og styttri en bikarinn, en geta veriđ stór og lík laufblöđum. Blóm ýmist á jafnlöngum eđa mislöngum leggjum. Bikar allt ađ 5 mm, pípulaga, 5-hyrnd. Krónan allt ađ 2 sm í ţvermál, bollalaga, föl- til gullgul eđa mófjólublá. Pípan 2-3 x lengri en bikarinn, flipar snubbóttir, bogadregnir, venjulega stutttenntir eđa ögn skörđóttir.
     
Heimkynni   Indland, Bútan, N-Burma, SV Kína, Indónesía.
     
Jarđvegur   Frjór, rakaheldinn, jafnrakur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   H1
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Skýld skrautblómabeđ.
     
Reynsla   Hefur reynst fremur viđkvćm.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is