Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Gentiana decumbens
Ættkvísl   Gentiana
     
Nafn   decumbens
     
Höfundur   L.f.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lágvöndur
     
Ætt   Maríuvandarætt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Dökkblár.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   30-45 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölæringur, allt að 4 sm hár. Myndar þéttar blaðhvirfingar við grunn. Stönglar greindir, útafliggjandi-uppsveigðir, laufóttur.
     
Lýsing   Grunnlauf bandlaga-oddbaugótt eða bandlaga-lensulaga, 3,5-16 sm x 4-18 mm, 3 tauga, jaðrar með örsmáar tennur. Stöngullauf styttri, í 2-3 pörum, samvaxin við grunn, aflöng eða mjóaflöng. Flest blómin með legg, í enda- og axlskúfum. Bikarpípa 1-1,5 sm, klofin niður á einni hliðinni, himnukennd, flipar lítt áberandi, ekki nema 1 mm. Króna pípu-bjöllulaga, 3-3,5 sm, dökkblá. Aldinhýði með legg.
     
Heimkynni   N Kína, Rússland, M Asía.
     
Jarðvegur   Frjór, rakheldinn, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í steinhæðir.
     
Reynsla   Harðgerð og auðræktuð tegund. Í E4-F08 frá 1994.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is