Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Gentiana crassicaulis
Ættkvísl   Gentiana
     
Nafn   crassicaulis
     
Höfundur   Duthie ex Burkill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Pamírvöndur*
     
Ætt   Maríuvandarætt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulleitur, blápurpuramengaður.
     
Blómgunartími   Síðsumars-haust.
     
Hæð   40-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Pamírvöndur*
Vaxtarlag   Grófgerður fjölæringur, stönglar vaxa upp úr þéttum blaðhvirfingum. Blóm fremur smá og oft hulin af efstu laufunum.
     
Lýsing   Grunnlauf egglaga til mjóoddbaugótt, 12-20 x 4-7 sm, jaðrar með örsmáar tennur. Stöngullauf legglaus, stækka greinilega eftir því sem ofar dregur á stönglum, þau efstu eru allt að 3,5 sm á breidd, egglaga-þríhyrnd til egglaga-oddbaugótt. Blóm legglaus, þétt saman í kollo á stöngulendanum, stundum einnig kransar í blaðöxlum. Bikarpípan klofin niður á einni hlið, með lítt áberandi flipa < 1mm. Króna bjöllulaga, samandregin efst, 2-2,2 sm, gulleit, blápurpuramenguð. Aldinhýði legglaus.
     
Heimkynni   V Kína.
     
Jarðvegur   Framræstur, frjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   8
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, í steinhæðir. Blóm þessarar tegundar eru fremur smá og oft hulin af efstu laufunum, því er plantan varla þess virði að vera í ræktun í görðum.
     
Reynsla   Stutt reynsla - í uppeldi. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Pamírvöndur*
Pamírvöndur*
Pamírvöndur*
Pamírvöndur*
Pamírvöndur*
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is