Sigfús Daðason - Vængjasláttur Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.
Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!
Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.
Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.
Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.
|
Ættkvísl |
|
Gentiana |
|
|
|
Nafn |
|
villosa |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Kanavöndur* |
|
|
|
Ætt |
|
Maríuvandarætt (Gentianaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi, skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænleitur eða gulleitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðla hausts. |
|
|
|
Hæð |
|
40-60 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölæringur allt að 60 sm hár. Stönglar uppréttir, ógreindir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf dökkgræn og glansandi. Stöngullauf í 5-12 pörum, oddbaugótt-lensulaga til öfugegglaga, snubbótt, 2,5-10 x 1-4 sm, 3-5 tauga, jaðrar ekki með örsmáum tönnum.
Blóm í endastæðu höfðu og/eða með fáein blóm í efstu blaðöxlunum. Bikarpípa 6-18 mm, flipar 5-35 mm, öfuglensulaga, yddir. Króna pípu-bjöllulaga, 3-5,5 sm, grænleit eða gulhvít með grænar taugar, stundum fjólublámenguð. Krónuflipar egg-þríhyrndir, yddir. Ginleppar oft sýldir, uppréttir.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
A N Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Djúpur, frjór, rakaheldinn, framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, skipting, græðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í fjölæringabeð, í steinhæðir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Lítt reynd enn sem komið er. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|