Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Eryngium campestre
Ættkvísl   Eryngium
     
Nafn   campestre
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Brekkusveipþyrnir
     
Ætt   Sveipjurtaætt (Apiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur-grænn.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   50-70 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Bláleit fjölær jurt, 50-70 sm há.
     
Lýsing   Grunnlauf 5-20 sm, langæ, útlínur þríhyrnd- egglaga, skipt í þrennt, flipar 2- fjaðurskiptir, með þyrna sem vita fram, leðurkennd. Blaðstilkar jafnlangir blöðkunni, vængjalausir. Efri laufin smærri, legglaus en blaðgrunnur lykur ögn um stöngulinn. Reifablöð 5-8 allt að 4,5 sm, bandlensulaga, heilrend eða með 1 eða 2 pör af þyrnum. Blómkollar allt að 1,5 sm í þvermál, blómin fjölmörg í klasalíkum skúf, egglaga. Smáreifablöð heilrend. Blóm hvít til græn. Bikartennur um það bil 2,5 mm, egglaga með týtu. Aldin, með þéttar himnuagnir. Blómgast síðsumars.
     
Heimkynni   Evrópa til SV Asía
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6, H4
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar, rótargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Lítt reynd enn sem komið er, en hefur nú lifað 2 ár í fjölæringabeði. (G01)
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is