Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Erigeron karvinskianus
Ættkvísl   Erigeron
     
Nafn   karvinskianus
     
Höfundur   de Candolle
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hellukobbi
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti   E. mucronatus de Candolle
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur-fölpurpura/gulur hvirfill.
     
Blómgunartími   Sumar-haust.
     
Hæð   20-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Stönglar jarðlægir eða uppsveigðir, trékenndir neðan til, verður allt að 50 sm á hæð, lítið eitt dúnhærður.
     
Lýsing   Grunnlauf öfugegglaga til öfuglensulaga, venjulega er hvert og eitt með stóra tönn eða flipa á hvorri hlið, ögn dúnhærð, stutt, oft með laufóttar hliðargreinar. Körfur í strjálblóma sveip, allt að 2 sm í þvermál, reifablöð hárlaus eða lítið eitt hærð. Tungublóm hvít eða föl blápurpura ofan, bleik eða purpura neðan, 5-8 × um 1 mm. Blómgast frá miðju sumri og fram á haust. Mjög langur blómgunartími.
     
Heimkynni   Mexikó til Panama, hefur nú breiðst úr annars staðar og flokkast víða undir illgresi.
     
Jarðvegur   Vel framræstur, malarborinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H4
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í hlaðna veggi, í stalla, í breiður.
     
Reynsla   Lítt reynd enn sem komið er. Í uppeldi 2005, ekki lengur til 2013. Stundum ruglað saman (í ræktun) við Vittadinia triloba de Candolle eða V. australis Richard. Ekta V. australis er frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi og er líklega ekki í ræktun. Það er fjölæringur með útafliggjandi stöngla, allt að 30 sm langa, lauf eru silkihærð eða langhrokkinhærð, heilrend eða 3-tennt. Körfurnar stakar, endastæðar, tungublómin hvít (European Garden Flora).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is