Jónas Hallgrímsson - Úr ljóđinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Erigeron ochroleucus
Ćttkvísl   Erigeron
     
Nafn   ochroleucus
     
Höfundur   Nutt.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Purpurakobbi*
     
Ćtt   Körfublómaćtt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Blár, purpura, hvítur/gulur hvirfill.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   30-40 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Fjölćringar allt ađ 40 sm hár. Blómstönglar gróf- eđa stinnhćrđir. Stólparót.
     
Lýsing   Grunnlauf allt ađ 12 × 0,5 sm, band- til band-öfuglensulaga, stinnhćrđ til ullhćrđ eđa hálf hárlaus. Stöngullauf bandlaga. Körfur stakar eđa fáar saman, blómstćđi allt ađ 18 mm. Reifar allt ađ 8 mm, reifablöđ ullhćrđ, misstór, oft purpuralit í oddinn. Tungukrýndu blómin fá til mörg, blá, purpura eđa hvít. Svifkrans međ innri röđ úr ţornhárum og sú ytri úr himnukenndum hárum.
     
Heimkynni   VM N Ameríka til SV Kanada.
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstur, frjór, fremur rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í fjölćringabeđ.
     
Reynsla   Lítt reynd, í uppeldi 2005, lifir enn 2014.
     
Yrki og undirteg.   Erigeron ochroleucus v. scribneri (Canby ex Rydb.) Cronq. er allt ađ 10 sm hátt afbrigđi, grunnlaufin allt ađ 6 x 0,3 sm. Reifablöđ ađeins purpuramenguđ. Z4, RHS.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is