Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Erigeron ursinus
Ættkvísl   Erigeron
     
Nafn   ursinus
     
Höfundur   Eaton
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bjarnarkobbi
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fjólublár / gulur hvirfill.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   Um 30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölæringur allt að 30 sm, stönglar stinnhærðir til loðnir, hárið aðlægt, pupuramengaðir neðan til.
     
Lýsing   Lauf hárlaus, stöku sinnum ögn loðin, grunnlauf allt að 12 × 1,1 sm, öfuglensulaga, ydd, sjaldan snubbótt eða bogadregin í oddinn, með legg, randhærð. Stöngullauf minni, bandlaga eða lensulaga. Karfan stök, blómbotn allt að 19 mm í þvermál. Reifar allt að 7 mm, reifablöð með kirtla eða límkennd, loðin til ullhærð, nærri jafnstór, græn, oddur baksveigður, purpura, tungublóm, allmörg eða fjölmörg, blá, stöku sinnum bleikpurpura. Innri röð á svifhárakransi er með þornhár, sú ytri er hreistur.
     
Heimkynni   NV N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, fremur magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Harðgerð, hefur þroskað fræ af og til í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is