Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Asyneuma limoniifolium
Ættkvísl   Asyneuma
     
Nafn   limoniifolium
     
Höfundur   (L.) Janch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skúfklukka
     
Ætt   Campanulaceae
     
Samheiti   A. otites (Boissier) Bornmüller; A. tenuifolium (de Candolle) Bornmüller; A. parviflorum Turrill; A. repandum (Smith) Rothmaler; Campanula limonifolia L.; Phyteuma limonifolium (L.) Smith, P. stylidioides Boissier; Podanthum limonifolium (L.) Boisser, P. otites Boissier
     
Lífsform   fjölær
     
Kjörlendi   sól
     
Blómlitur   fjólublár
     
Blómgunartími   (síðsumars)-haust
     
Hæð   0.3-1m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Mjög breytilegur fjölæringur. Blómstönglar allt að 1 m, uppréttir eða uppsveigðir, ógreindir eða greinóttir ofantil, nöbbóttir eða stutthærðir, sjaldan hárlausir.
     
Lýsing   Stofnstæðu laufin allt að 6 sm, mynda blaðhvirfingu, aflöng til bandlensulaga, bylgjuð, snubbótt, mjókka að blaðstilk. Blómskipunin leggstutt, strjál- eða þéttblóma ax eða skúfur. Blómin eru stök (hjá fjallaformum eða smávöxnum formum) eða 2-5 saman. Bikarflipar lensulaga, uppréttir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 9 mm, stjörnulaga, flipar djúpklofnir, fjólubláir. Frjó appelsínubrúnt til purpura. Stíll nær næstum út úr blóminu, dálítið boginn. Hýði egglaga til aflöng, opnast með stóru gati efst eða um miðjuna. Blómgast að hausti.
     
Heimkynni   S Evrópa, SA Ítalía & Balkanskagi til Tyrklands
     
Jarðvegur   léttur, frjór, framræstur, djúpur, rakaheldinn
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H5
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   skipting, sáning, græðlingar
     
Notkun/nytjar   fjölær beð, steinhæðir
     
Reynsla   Lítt reynd. Fáeinar plöntur í sólreit 2005 ! Vex í heimkynnum sínum upp í 1500-2600m hæð í fremur grýttum jarðvegi.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is