Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Campanula autraniana
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   autraniana
     
Höfundur   Albov.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kákasusklukka
     
Ætt   Campanulaceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Blár m. purpuraslikju
     
Blómgunartími   Síðsumars
     
Hæð   0.2-0.25m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lágvaxinn þýfður fjölæringur. Útafliggjandi-uppsveigðir stöglar.
     
Lýsing   Lauf dálítið gljáandi. Grunnlauf stilkuð, allt að 8 sm, oddbaugótt-hjartalaga, með strjálar, reglulegar bogtennur. Stöngullauf eru bandlensulaga, stilklaus. Blómstönglar mynda blómleggi, venjulega með eitt blóm. Bikar með örsmáan utanbikar, flipar tígullaga. Krónan er bjöllulaga, allt að 2,5 sm löng, blá með purpura slikju.
     
Heimkynni   V Kákasus
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   z5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, skipting, græðlingar
     
Notkun/nytjar   Steinhæðir, kanta, ker
     
Reynsla   Hefur reynst vel í garðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is