Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Sorbus bristoliensis
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   bristoliensis
     
Höfundur   Wilmott.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Avonreynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni - lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulhvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   3-5(-10) m
     
Vaxtarhraði   Hægvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Lítið tré með þétta, hvelfda krónu frá suður Englandi sem talinn er í útrýmingarhættu (Endemic to the Avon Gorge, both the Somerset and Gloucestershire sides). Verður allt að 10 m á hæð í heimkynnum sínum en þar vex hann í grýttu runna- og skóglendi.
     
Lýsing   Lauf 7-9 x 5-5,5 sm öfugegglaga til aflöng-tígullara, oddur með þríhyrnda flipa, laufleggur 1,2-2 sm, jaðrar fín-sagtenntar, skærgræn og vaxborin ofan, þéttur, grár hárflóki að neðra borði. Blómskipunun lítil, blóm um 1,2 sm í þvermál, frjóhnappar bleikir. Aldin 9-11 mm, egglaga, ljósappelsínugul, oft með þétt barkarop. Þetta er geldæxlunartegund og mynduð sem blendingur milli urðareynis (S. rupicola (Syme) Hedl.) og flipareynis (S. torminalis (L.) Crantz.)
     
Heimkynni   SV England.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z7
     
Heimildir   1, 2, www.iucnredlist.org/details/34741/0, www.ukwildflowers.com/We-pages/sorbus/sorbus_bristolensis_bristol_whitebeam.htm,
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeð.
     
Reynsla   Stutt. Nr. 20020799 er í uppeldi á reitasvæði (R01 C) 2007. Kom sem nr. 1521 frá St Petersburg HBA úr frælista 1999-2000. Er kannski ekki alveg nógu norðlægur fyrir okkar veðráttu en náskyldar tegundir af svipuðum slóðum hafa staðið sig vel og því um að gera að prófa hann.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is