Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Sorbus lanata
Ættkvísl   Sorbus
     
Nafn   lanata
     
Höfundur   (D.Don) S.Schauer
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Loðreynir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Pyrus lanata - D. Don.
     
Lífsform   Stór, lauffellandi runni eða lítið tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   Allt að 20 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Loðreynir
Vaxtarlag   Vex hér sem margstofna breiðkeilulaga tré með hvasstenntu laufi. Getur orðið yfir 20 m hár í heimkynnum sínum og allt að 6 m í þvermál.
     
Lýsing   Laufin hærð á unga aldri en verða með aldrinum dökkgræn og hárlaus á efra borði en hærð á því neðra. Sveipir hvítra blóma að vori og berin eru gul og brúnblettótt. Þolir vel loftmengun. (ath. betri lýsingu).
     
Heimkynni   Himalaja.
     
Jarðvegur   Frjór, rakaheldinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z9
     
Heimildir   = backyardgardener.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð, í raðir, sem götutré.
     
Reynsla   LA 83744 í N3-AB01 gróðursett 1988, kom sem nr. 580 frá Dresden HB TechU 1982. Hefur staðið sig vel, kól aðeins í fysrtu en ekkert hin síðari ár. Meðalkal 10 ára meðaltal 0,16. Þolir loftmengun vel og því gæti hann verið ágætis götutré.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Loðreynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is