Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.
|
Ættkvísl |
|
Sorbus |
|
|
|
Nafn |
|
poteriifolia |
|
|
|
Höfundur |
|
Hand.-Mazz. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjaðurreynir |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Pyrus foliolosa Wallich var. subglabra Cardot; P. reducta W. W. Smith (1930), not Diels (1912). |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Bleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
30 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Dvergvaxinn, skriðull runni allt að 30 sm hár. Mikill vöxtur er aðeins neðanjarðar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Brum eru keilulaga, rauð, með rauðbrún hár í oddinn og á jöðrum burmhlífanna. Laufin yfirleitt 4-7 sm með 4-6 pör af leggstuttum smálaufum. Smálauf allt að 14 x 8 mm, hvasstennt, ekki nöbbótt á neðra borði. Blómin bleikleit, bikarblöð með greinilega miðtaug, ekki kjötkennd. Krónuflipar áberandi bleikari meðfram miðrifinu. Fræflar oftast 10 talsins. Eggleg undirsætið. Aldin mattrauð í fyrstu, verða hvít þegar þau eru fullþroska, allt að 8,25 x 9,5 mm. Frævur 3-5, undirsætin, oddurinn samvaxinn í dæld í bikarnum. Stílar 3-5, um 2 mm langir, meira eða minna samvaxnir við grunninn, hárlausir. Fjórlitna smátegund með geldæxlun. (2n=68). |
|
|
|
Heimkynni |
|
Kína (Upper Burma, Yunnan), Indland (Assam). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Súr, lífefnaríkur mýrajarðvegur, vex með Rhododendron tegundum. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
15 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beðkanta. |
|
|
|
Reynsla |
|
LA 990873 í uppeldi. Er í R03 E 2007. Kom sem nr. 664 frá Reykjavík HB 1998-1999.
Ekki marktæk reynsla enn sem komið er.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|