Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
|
Ættkvísl |
|
Sorbus |
|
|
|
Nafn |
|
reducta |
|
|
|
Höfundur |
|
Diels |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Dvergreynir |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Bleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
015-60 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Smávaxinn runni, 15-60 sm á hæð. Árssprotar brúngráir-brúnsvartir, sívalir með hvítum og brúnum hárum á unga aldri en verða smám saman hárlausir. Brum egglaga, 4-8 mm, hvassydd til stutt-odddregin, brumhlífar allmargar, rauðbrúnar, efst með hvíta eða rauðbrúnleita dúnhæringu.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf stakfjöðruð, 6-8 sm löng að meðtöldum miðstreng og legg. Laufleggurinn, axlablöð bandlensulaga, 5-7 mm, hálfhimnukenndur, miðstrengur grópaður, með lítinn væng og ögn dúnhærður á unga aldri en verður hárlaus. Smálaufin í 4-6 pörum með 6-10 sm millibili, aflöng-oddbaugótt eða aflöng, 1-2 sm x 6-10 mm, hárlaus á neðar borði en með fáein aðlæg ullarhár á efra borði, hárlaus eða næstum hárlaus með aldrinum, skakk-bogadregin við grunninn, jaðar sagtenntur með smáar, hvassar tennur, heilrend aðeins við grunninn, snubbótt eða hvassydd.
Blómskipunin hálfsveipur eða samsettur hálfsveipur, (2-)3-6 x 3-5 sm, með fá blóm, miðstrengur og laufleggur með hvíta dúnhæringu, með fáein rauðbrún hár innanum, stoðblöð band-lensulaga, 4-6 mm. Laufleggur 1-2 mm langur. Blómin 6-7 mm í þvermál. Blómbotninn bjöllulaga, hárlaus utan eða með rauðbrúna dúnhæringu. Bikarblöð þríhyrnd, 1,5-2,5 mm, snubbótt, sjaldan dálítið framjöðruð. Fræflar 29, um 1/2 lengd krónublaðanna. Stílar 3-5, jafnlangir eða styttri en fræflarnir, dúnhærðir neðst. Aldin hvít, hnöttótt, 6-8 mm í þvermál. Bkarblöðin langæ.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Kína, vex í grýttum fjallshlíðum í runnlendi eða graslendi í 2200-4000 m hæð í Sichuan og NV Yunnan. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Fremur súr, framræstur en rakaheldinn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
ÓN, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200011708 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar, skipting. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í breiður, í trjá- og runnabeð. Skríður lítillega með neðanjarðarrenglum. Myndar fræ með geldæxlun (4n=68) og afkvæmin verða því öll eins og móðurplantan. Talað er um að hann henti fremur í súran jarðveg t.d. með lyngrósum, lyngtegundum og eini. |
|
|
|
Reynsla |
|
20030604 í N12-A07, gróðursett 2004 frá gróðrarstöðinni í Kjarna 2003. Spjarar sig vel. Harðgerð planta og kelur lítið sem ekkert flest ár. (ÓN)
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|