Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Sorbus scopulina
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   scopulina
     
Höfundur   Greene
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klettareynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   S. sambucifolia. non Roem.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hćđ   Allt ađ 2-4 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Klettareynir
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt ađ 4 m hár, uppréttur, stinnur. Árssportar rauđbrúnir. Brumin keilulaga til egglaga, gljáandi, rauđbrún og grćnleit, dálítiđ límkennd, allt ađ 14 mm, međ hvít hár í oddinn og á jöđrum brumhlífa.
     
Lýsing   Laufin allt ađ 20 sm međ 5-6 pör smáblađa. Smáblöđin ađ 6 sm, lensulaga til aflöng-lensulaga, odddregin, tennt nćstum ţví ađ grunni, gljáandi grćn á efra borđi og ekki nöbbótt á ţví neđra. Blómskipunin stór, dúnhćrđ, međ flat-toppa hálfsveip međ ađ minnsta kosti 70 blóm, bikar öfugkeilulaga, hvít-dúmhćrđur međ 5 ţríhyrnda flipa, krónublöđ 5, hvít, oddbaugótt, 5-6 mm löng. Frćflar 15-20, stílar 2 mm langir. Aldin gljáandi appelsínugulrauđ, allt ađ 8 x 10 mm, hnöttótt. Bikarblöđ kjötkennd ađ hluta. Frćvur 3-4(-5), hálfundirsćtnar, toppar mynda keilulaga útvöxt í bikarnum, međ hvítt hár, stílar allt ađ 2,75 mm, međ millibili. Frć gulleit, verđa ljósbrún, allt ađ 4,0 x 2,0 mm. Breytileg tvílitna tegund. (2n=34). (McAll.)
     
Heimkynni   N Ameríka - Labrador til Alaska, suđur til Maine, Pennsylvania, Michigan, Colorado og Utah.
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, vel framrćstur, helst rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z 5
     
Heimildir   = 1, 15, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Sorbus+scopulina, biology.burke.washington.edu/herbarium/imagecollection.php?Genus=Sorbus&Species=scopulina
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeđ. Ţolir nćđinga en ekki seltu frá hafi.
     
Reynsla   LA 84596 í N3-AR05, gróđursett 1988, kom sem nr. 35 frá Washington U Park Arb 1984. Kól ađeins fyrstu árin en lítiđ sem ekkert hin síđari. Flottur runni sem hefur vaxiđ tiltölulega hćgt, blómgast mikiđ og ber mikiđ af berjum á hverju ári og auk ţess međ frambćrilega haustliti.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Klettareynir
Klettareynir
Klettareynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is