Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Sorbus umbellata
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   umbellata
     
Höfundur   (Desf.) Fritsch in Kerner
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sveipreynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni - lítiđ tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hćđ   5-7 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Sveipreynir
Vaxtarlag   Lauffellandi lítiđ tré, 5-7 m hátt, minnir á seljureyni (S aria). Krónan er hvelfd. Getur veriđ runni. Ársprotar rauđbrúnir, međ korkfrumur, hárlaus. Brumin bogadregin, um 0,8 mm löng, hárlaus eđa dúnhćrđ.
     
Lýsing   Laufin ekki samsett, 3,5-6 sm, nćstum kringlótt til breiđ-oddbaugótt, stutt flipótt, grunnur mjókkar og verđur fleyglaga, snubbótt í oddinn, leđurkennd, ćđastrengir í 5-6 pörum, dökkgrćn ofan, hvít ullhćrđ neđan. Laufleggur 0,8-2,4 sm langur. Blómin hreinhvít, 0,9 mm breiđ, í strjálblóma hálfsveipum, um 7,5 sm breiđum. Frjóhnappar bleikir. Stílar 2. Aldin íflöt-hnöttótt, appelsínurauđ, sögđ vera rauđ hjá villtum plöntum, ţroskast ađ haustinu.
     
Heimkynni   M & S. Evrópa, SV Asía
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, framrćstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1, www.beanstreesandshrubs.org/browse/sorbus/sorbus-umbellata-desf-fritsch/
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeđ.
     
Reynsla   v. cretica LA 20030737 í uppeldi í R02 B 2007. Kom sem nr. 652 frá Kyiv HBA 2003. Reynsla ómarktćk. Greining ekki stađfest.
     
Yrki og undirteg.   Sorbus umbellata v. cretica Grunnur laufa +/- fleyglaga, aldin međ áberandi korkfrumum.
     
Útbreiđsla  
     
Sveipreynir
Sveipreynir
Sveipreynir
Sveipreynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is