Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Achillea macrophylla
Ættkvísl   Achillea
     
Nafn   macrophylla
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skuggahumall
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   30-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Skuggahumall
Vaxtarlag   Fjölær jurt, blómstönglar uppréttir, dúnhærðir, 30-100 sm, ógreindir. Grunnlauf legglaus, breið þríhyrnd-egglaga að útlínum til, allt að 7 sm, djúp ein-fjaðurskipt eða fjaðurskert, með 4-7 breiða, tennta laufhluta. Stöngullauf lík neðantil á stönglinum, mjólensulaga ofantil, með tennur sem vita fram á við.
     
Lýsing   Hálfsveipurinn gisblóma með 3-40 stórar körfur, blómskipnarleggir grannir. Reifar allt að 8 mm í þvermál. geislablóm 5-7, hvít, geislar 3-6 mm. Pípukrýnd blóm hvít.
     
Heimkynni   Alpafjöll.
     
Jarðvegur   Sendinn, framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Harðgerð planta sem þrífst mjög vel bæði í Lystigarðinum og Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Skuggahumall
Skuggahumall
Skuggahumall
Skuggahumall
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is