Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Hyacinthoides |
|
|
|
Nafn |
|
hispanica |
|
|
|
Höfundur |
|
(Miller) Rothmaler |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Spánarlilja |
|
|
|
Ætt |
|
Liljuætt (Liliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Scilla hispanica, Scilla campanulata |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær laukur (12). |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Ljósblár. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
20-30 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lík lotklukkulilju (H. non-scripta) nema með breiðari lauf. Laufin 5 eða 6, allt að 2,5 sm breið hárlaus og uppsveigð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Klasar uppréttir, ekki einhliða að minnsta kosti eru efstu blómin upprétt eða útstæð, ilmlaus. Blómin 6-8, breiðbjöllulaga. Blómhlífarblöðin eru útstæð (þannig að blómin eru eins og opin bjalla) ekki baksveigð í oddana, frjóþræðir eru allir festir neðan við miðju blómhlífar. Frjóhnappar eru bláir.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Spánn, Portúgal, N Afríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, frjór moldarjarðvegur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á 10-15 sm dýpi. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í blómaengi, sem undirgróður, í grasflatir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein gömul plant og tvær yngri sem komu sem laukar úr blómabúð 2002, báðar þrífast vel. Harðgerð jurt og ágæt til afskurðar, best í góðu skjóli og hálfskugga.
Einnig er til ein planta undir nafninu H. hispanica 'Alba' sem kom sem laukur úr blómabúð. Þrífs líka vel. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Ýmis yrki eru til svo sem 'Mount Everest' sem er með hvít blóm í breiðu axi, 'Alba' er með hvít blóm, 'Myosotis' er með postulínsblá blóm með himinbláar rákir, axið er breitt. 'Queen of the Pinks' er með dj´pleik blóm, 'Rosabella' er með mjúkbleik blóm, 'Rose' er með fjólubláleit blóm í stóru axi, 'White City' er með hvít blóm. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|