Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Festuca eskia
Ættkvísl   Festuca
     
Nafn   eskia
     
Höfundur   Ramond ex DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skriðvingull
     
Ætt   Grasaætt (Poaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Gras, fjölært.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Grænn með gulu og appelsínugulu.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   30-45 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Gras, allt að 4 sm hátt.
     
Lýsing   Stönglar veikbyggðir, vaxa upp af skriðulum jarðstönglum, mynda þéttar þúfur. Laufin þráðlaga, blaðkan allt að 20 sm, stinn, hvassydd til nálydd/stingandi, sívöl, hárlaus, slíðurhimna allt að 1 sm löng. Blómin strjál, hangandi, puntur egglaga allt að 10 sm, smáöx mjó-egglaga, allt að 1 sm, 6-8-blóma, græn, með gula og appelsínugula bletti. Neðri blómögn hvassydd, allt 0,5 sm, slétt eða ögn snörp, broddydd.
     
Heimkynni   Pyreneafjöll.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, sendinn, vel framæstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð, í þyrpingar, í blómaengi.
     
Reynsla   Meðalharðgert gras.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is