Ţuríđur Guđmundsdóttir - Rćtur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Alchemilla alpina
Ćttkvísl   Alchemilla
     
Nafn   alpina
     
Höfundur   Linnaeus, Sp. Pl., 123. 1753.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljónslappi
     
Ćtt   Rosaceae (Rósaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr
     
Kjörlendi   Vex í margs konar ţurrlendi, í bollum, skriđum og hlíđum og bćđi í hálfskugga og á sólríkum stöđum.
     
Blómlitur   Gulgrćnn
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.05-0.15 m
     
 
Ljónslappi
Vaxtarlag   Margir uppréttir eđa uppsveigđir blómstönglar vaxa upp af marggreindum gildum jarđstöngli međ himnukenndum, brúnum lágblöđum, 5-15 sm á hćđ.
     
Lýsing   Blöđin eru 5-7 fingruđ. Stofnblöđin stilklöng, stöngulblöđin stilkstutt eđa stilklaus. Smáblöđin heilrend, nema rétt í oddinn, aflöng eđa öfugegglaga, sagtennt í oddinn en annars heilrend, silkihćrđ á neđra borđi, dökkgrćn á efra borđi en ljósari á ţví neđra, 1,5-2 sm á lengd. Blómin fjórdeild, ljósgulgrćn, í smáskúfum úr blađöxlum. Krónublöđ eru engin, en 4 bikar- og 4 utanbikarblöđ. Blómhnođin 2,5-3,5 mm í ţvermál. Bikarblöđ gulgrćn, krossstćđ međ hárskúf í oddinn. Utanbikarblöđin örsmá, margfalt minni en bikarblöđin. Frćflar fjórir og ein frćva međ einum hliđstćđum stíl. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Áţekk maríustakk. Blómin eru lík en blöđin mjög ólík.
     
Jarđvegur   Allar jarđvegsgerđir nánast.
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla   "Var brúkađur til ţess ađ grćđa sár og skurđi og stöđva niđurgang, blóđsótt og blóđlát. Nafniđ kverkagras er til komiđ af ţví, ađ gott ţótti ađ skola hálsinn međ volgu seyđi af blöđum hans. Ţegar blöđ ljónslappans eru farin ađ breiđa úr sér ađ vori, er óhćti ađ sleppa fé. Einnig nefndur ljónslöpp (-fćtla) og brennigras". (Ág. H. Bj.)
     
     
Útbreiđsla   Mjög algengur um land allt. Önnur náttúrleg heimkynni: V og N Evrópa, Grćnland, N Ameríka
     
Ljónslappi
Ljónslappi
Ljónslappi
Ljónslappi
Ljónslappi
Ljónslappi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is