Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Alchemilla filicaulis
Ćttkvísl   Alchemilla
     
Nafn   filicaulis
     
Höfundur   Buser, Bull. Herb. Boissier 1(6, App.II): 22. 1893
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Maríustakkur
     
Ćtt   Rosaceae (Rósaćtt)
     
Samheiti  
     
Lífsform  
     
Kjörlendi   Vex í margs konar gróđurlendi, í skjólgóđum hvömmum, bollum, grónum hlíđum og lćkjargiljum. Ţolir hálfskugga.
     
Blómlitur   Grćnn-gulgrćnn
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.15-0.40 m
     
 
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Blöđin eru allstór, stofnblöđin stilklöng (4-20 sm) en stöngulblöđ nćrri stilklaus. Blađkan handstrengjótt, kringlótt eđa nýrlaga međ reglulega tenntum sepum, 4-10 sm í ţvermál. Blómskipun er gisinn skúfur međ ţéttstćđum blómum. Blómin fjórdeild, međ fjórum bikarblöđum og fjórum utanbikarblöđum en engum krónublöđum. Blómin grćn eđa gulgrćn, mörg saman í ţéttgreindum blómskipunum úr blađöxlum, 3-4 mm í ţvermál. Bikarflipar grćnir, krossstćđir, yddir međ hárbrúsk í endann. Mjóir, stuttir, utanbikarflipar eru á milli. Frćflar fjórir og ein frćva međ einum hliđstćđum stíl. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Maríuvöttur sem ţekkist á dýpra klofnum blöđum. Maríustakk er oft skipt í tvćr deilitegundir sem báđar eru algengar, ssp. filicaulis og ssp. vestita (Buser) M.E. Bradshaw, hlíđamaríustakkur, sem áđur var stundum talin sjálfstćđ tegund, en hann myndar frć án undangenginnar frjóvgunar (geldćxlun). Maríustakkur (Alchemilla filicaulis ssp. filicaulis), Auđţekkt á útstćđum, allţéttum hárum á blađstilkunum. Blómstönglar einnig međ útstćđum hárum, eđa hárlausir. Hlíđamaríustakkur (Alchemilla filicaulis ssp. vestita) - Deilitegundin hefur ţétthćrđa blađstilka, og úthćrđa stöngla og blómleggi.
     
Jarđvegur   Vex í alls konar jarđvegi.
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla   "Vatn, sem gufar út úr plöntunni, safnast saman á blöđum, ţví ađ ţau eru vaxkennd og myndar ţađ stóra dropa. Döggblađka er af ţví dregiđ. Gullgerđarmenn fyrri alda reyndu ađ vinna gull úr dropunum og ţykir gott ađ ţvo augun úr ţeim. Ítalskar jómfrúr varđveittu meydóm sinn međ ţví ađ neyta jurtarinnar, ţví ađ hún hefur samandragandi kraft og slöpp brjóst urđu ţrýstin. Ţótti góđur viđ slćmum tíđaverkjum. Var mikiđ notađur til litunar. Sofi mađur á maríustakki óttast hann hvorki í svefni né dreymir illa." (Ág. H. Bj.)
     
     
Útbreiđsla   Mjög algengur um land allt.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is