Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Alchemilla filicaulis
Ættkvísl   Alchemilla
     
Nafn   filicaulis
     
Höfundur   Buser, Bull. Herb. Boissier 1(6, App.II): 22. 1893
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Maríustakkur
     
Ætt   Rosaceae (Rósaætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform  
     
Kjörlendi   Vex í margs konar gróðurlendi, í skjólgóðum hvömmum, bollum, grónum hlíðum og lækjargiljum. Þolir hálfskugga.
     
Blómlitur   Grænn-gulgrænn
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hæð   0.15-0.40 m
     
 
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Blöðin eru allstór, stofnblöðin stilklöng (4-20 sm) en stöngulblöð nærri stilklaus. Blaðkan handstrengjótt, kringlótt eða nýrlaga með reglulega tenntum sepum, 4-10 sm í þvermál. Blómskipun er gisinn skúfur með þéttstæðum blómum. Blómin fjórdeild, með fjórum bikarblöðum og fjórum utanbikarblöðum en engum krónublöðum. Blómin græn eða gulgræn, mörg saman í þéttgreindum blómskipunum úr blaðöxlum, 3-4 mm í þvermál. Bikarflipar grænir, krossstæðir, yddir með hárbrúsk í endann. Mjóir, stuttir, utanbikarflipar eru á milli. Fræflar fjórir og ein fræva með einum hliðstæðum stíl. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Maríuvöttur sem þekkist á dýpra klofnum blöðum. Maríustakk er oft skipt í tvær deilitegundir sem báðar eru algengar, ssp. filicaulis og ssp. vestita (Buser) M.E. Bradshaw, hlíðamaríustakkur, sem áður var stundum talin sjálfstæð tegund, en hann myndar fræ án undangenginnar frjóvgunar (geldæxlun). Maríustakkur (Alchemilla filicaulis ssp. filicaulis), Auðþekkt á útstæðum, allþéttum hárum á blaðstilkunum. Blómstönglar einnig með útstæðum hárum, eða hárlausir. Hlíðamaríustakkur (Alchemilla filicaulis ssp. vestita) - Deilitegundin hefur þétthærða blaðstilka, og úthærða stöngla og blómleggi.
     
Jarðvegur   Vex í alls konar jarðvegi.
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla   "Vatn, sem gufar út úr plöntunni, safnast saman á blöðum, því að þau eru vaxkennd og myndar það stóra dropa. Döggblaðka er af því dregið. Gullgerðarmenn fyrri alda reyndu að vinna gull úr dropunum og þykir gott að þvo augun úr þeim. Ítalskar jómfrúr varðveittu meydóm sinn með því að neyta jurtarinnar, því að hún hefur samandragandi kraft og slöpp brjóst urðu þrýstin. Þótti góður við slæmum tíðaverkjum. Var mikið notaður til litunar. Sofi maður á maríustakki óttast hann hvorki í svefni né dreymir illa." (Ág. H. Bj.)
     
     
Útbreiðsla   Mjög algengur um land allt.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is