Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Armeria maritima
Ćttkvísl   Armeria
     
Nafn   maritima
     
Höfundur   (Miller) Willd., Enum. Pl., 333. 1809.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Geldingahnappur
     
Ćtt   Plumbaginaceae (Gullintoppućtt)
     
Samheiti   Armeria alpina aggr. Armeria maritima aggr. Armeria maritima species group "- Gruppe" Armeria pubescens Link Armeria vulgaris Willd. Statice armeria L. Statice maritima Mill. Statice vulgaris Hill
     
Lífsform   Fjölćr
     
Kjörlendi   Vex á söndum, melum, í mosaţembum og í ţurru gras- og mólendi, einkum viđ sjó og upp til fjalla. Algengur um land allt.
     
Blómlitur   Bleikur-ljósrauđfjólublár
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.05-0.2 m
     
 
Geldingahnappur
Vaxtarlag   Ţýfđ jurt, 5-20 (-25) sm á hćđ. Upp af ţéttum og gildum, greindum jarđstönglum vaxa fjölmörg, ţéttstćđ, striklaga blöđ, sem minna á grasblöđ. Blómstönglar, uppréttir greindir, blađlausir og stutthćrđir.
     
Lýsing   Blöđin öll í stofnhvirfingum, heilrend, striklaga, randhćrđ, strend, 15-50 mm á lengd en 0,5-1 mm á breidd, standa ţétt. Blómskipunarleggir eru hćrđir og sívalur og blómin endastćđ í ţéttum höttóttum kolli sem er 1,5-2 sm í ţvermál. Blómin 5-deild. Krónublöđin bleik-ljósrauđfjólublá, snubbótt, 4-10 mm í ţvermál. Bikarinn trektlaga, smátennur upp af rifjunum, hćrđur neđan til međ fimm rauđleitum rifjum og glćrum himnufaldi á milli. Ein frćva međ fimm stílum og fimm frćflar. Stílar hvíthćrđir neđan til. Himnukennd, oft gulbrún hlífđarblöđ eru á kollinum neđanverđum. Blómgast í júní. LÍK/LÍKAR: Ljósberi er áţekkur. Geldingahnappur auđgreindur á blađlausum stöngli og heilum krónublöđum. Ljósberi er međ gagnstćđ blöđ á stönglum, og djúpklofin krónublöđ.
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstur. Sólelskt tegund.
     
Heimildir   1,2,3,9
     
Reynsla   "Ekki er óalgengt, ađ ungar stúlkur skreyti sig međ rósrauđum blómkrónum eđa flétti úr ţeim kransa. Sumir sjúga sykur úr blómkollinum. Rćturnar hafa veriđ etnar í hallćrum. Ţćr eru harđar undir tönn og kallast harđasćgjur." (Ág. H.)
     
     
Útbreiđsla   Mjög algeng, ekki síst á örćfunum. Önnur náttúruleg heimkynni: Temp. Asía, Evrópa, N Ameríka og S Ameríka
     
Geldingahnappur
Geldingahnappur
Geldingahnappur
Geldingahnappur
Geldingahnappur
Geldingahnappur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is