Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Tilia x vulgaris
Ćttkvísl   Tilia
     
Nafn   x vulgaris
     
Höfundur   Hayne
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garđalind
     
Ćtt   Lindićtt (Tiliaceae).
     
Samheiti   (T. cordata x T. platyphyllos).
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi og skjól.
     
Blómlitur   Gulur - hvítleitur.
     
Blómgunartími  
     
Hćđ   Óvíst er hve hátt tréđ verđur hérlendis.
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi tré sem getur náđ allt ađ 40 m hćđ. Krónan keilulaga, oftast breiđkeilulaga. Ársprotar hárlausir.
     
Lýsing   Lauf 5-9 ×4-8 sm, breiđegglaga, oddur mjókkar snögglega, grunnur skakkhjartalaga, dökkgrćn og glansandi ofan, ljósari neđan og međ hártoppa í ćđastrengjakrikunum. Blómskúfar allt ađ 9 sm langir, 5-10 blóma, hangandi, stođblöđ 7-10 sm, miđrif ögn dúnhćrt. Aldin hálfhnöttótt til eggvala, ţykk, óslétt, dálítiđ rifjótt.
     
Heimkynni   Evrópa.
     
Jarđvegur   Fremur rakur og frjór.
     
Sjúkdómar   Nokkuđ nćm fyrir ýmsum óţrifum.
     
Harka   Z3-5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargrćđlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstćđ tré, í blönduđ beđ.
     
Reynsla   ER ekki í Lystigarđinum 2013. Getur orđiđ mjög gömul erlendis (allt ađ 1000 ára). Fremur viđkvćm hérlendis og stutt reynsla. Nái hún einhverjum ţroska ţarf ađ ćtla henni gott rými.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í rćktun erlendis - t.d. 'Pendula' og 'Zwarte Linde'.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is