Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Tilia |
|
|
|
Nafn |
|
x vulgaris |
|
|
|
Höfundur |
|
Hayne |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Garðalind |
|
|
|
Ætt |
|
Lindiætt (Tiliaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
(T. cordata x T. platyphyllos). |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól-hálfskuggi og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur - hvítleitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
|
|
|
|
Hæð |
|
Óvíst er hve hátt tréð verður hérlendis. |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi tré sem getur náð allt að 40 m hæð. Krónan keilulaga, oftast breiðkeilulaga. Ársprotar hárlausir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 5-9 ×4-8 sm, breiðegglaga, oddur mjókkar snögglega, grunnur skakkhjartalaga, dökkgræn og glansandi ofan, ljósari neðan og með hártoppa í æðastrengjakrikunum. Blómskúfar allt að 9 sm langir, 5-10 blóma, hangandi, stoðblöð 7-10 sm, miðrif ögn dúnhært. Aldin hálfhnöttótt til eggvala, þykk, óslétt, dálítið rifjótt. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Fremur rakur og frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Nokkuð næm fyrir ýmsum óþrifum. |
|
|
|
Harka |
|
Z3-5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð tré, í blönduð beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
ER ekki í Lystigarðinum 2013. Getur orðið mjög gömul erlendis (allt að 1000 ára). Fremur viðkvæm hérlendis og stutt reynsla. Nái hún einhverjum þroska þarf að ætla henni gott rými. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Nokkur yrki í ræktun erlendis - t.d. 'Pendula' og 'Zwarte Linde'. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|