Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Asplenium viride
Ættkvísl   Asplenium
     
Nafn   viride
     
Höfundur   Huds., Fl. Angl., 385. 1762.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klettaburkni
     
Ætt   Aspleniaceae (Klettburknaætt)
     
Samheiti   Asplenium ramosum L.
     
Lífsform   Fjölær burkni
     
Kjörlendi   Vex í þéttum smáþúfum í klettaskorum, einkum í veggjum móti suðri.
     
Blómlitur   Gróplanta - engin eiginleg blóm
     
Blómgunartími  
     
Hæð   0.08 - 0.12 m
     
 
Klettaburkni
Vaxtarlag   Lítill burkni með fjöðruðum blöðum, 8-12 sm á hæð. Jarðstöngullinn stuttur, uppsveigður og þéttsettur svörtum, lensulaga hreisturblöðum. Blaðstilkurinn stuttur og langær, brúnn neðantil og grænn ofantil eins og miðstrengurinn, sem er grópaður á efra borði, með gisnum og dökkleitum kirtilhárum og löngu og mjóu eða hárleitu hreistri.
     
Lýsing   Blaðkan lensulaga, einfjöðruð, 4-10 sm á lengd og 7-12 mm á breidd. Smáblöðin skakktígullaga eða nær kringlótt, bogtennt og hárlaus. Tveir til fimm smáir gróblettir eru síðar neðan á hverju smáblaði. Gróblettirnir aflangir, beinir og renna saman með aldrinum, gróhulan heilrend og hárlaus. Til hliðar við yngstu gróblettina má greinahimnukennda gróhulu sem hverfur við þroskun. 2 n = 72. LÍK/LÍKAR: Svartburkni. Svartburkni er með svarta eða dökkbrúna miðstrengi á blöðum.
     
Jarðvegur   Grýttur, lífrænn, meðalrakur, vel framræstur í hálfskugga-skugga eru bestu ræktunaraðstæður. Algjört skilyrði er að framræsla sé í lagi og passa verður upp á að ofvökva ekki.
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=233500204
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Mjög sjaldgæfur. Aðeins fundinn á átta stöðum á austanverðu landinu frá Reykjaheiði við Kelduhverfi suður í Kvísker í Öræfum. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa og Asía.
     
Klettaburkni
Klettaburkni
Klettaburkni
Klettaburkni
Klettaburkni
Klettaburkni
Klettaburkni
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is