Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Asplenium |
|
|
|
Nafn |
|
viride |
|
|
|
Höfundur |
|
Huds., Fl. Angl., 385. 1762. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Klettaburkni |
|
|
|
Ætt |
|
Aspleniaceae (Klettburknaætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
Asplenium ramosum L. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær burkni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Vex í þéttum smáþúfum í klettaskorum, einkum í veggjum móti suðri. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gróplanta - engin eiginleg blóm |
|
|
|
Blómgunartími |
|
|
|
|
|
Hæð |
|
0.08 - 0.12 m |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lítill burkni með fjöðruðum blöðum, 8-12 sm á hæð. Jarðstöngullinn stuttur, uppsveigður og þéttsettur svörtum, lensulaga hreisturblöðum. Blaðstilkurinn stuttur og langær, brúnn neðantil og grænn ofantil eins og miðstrengurinn, sem er grópaður á efra borði, með gisnum og dökkleitum kirtilhárum og löngu og mjóu eða hárleitu hreistri. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blaðkan lensulaga, einfjöðruð, 4-10 sm á lengd og 7-12 mm á breidd. Smáblöðin skakktígullaga eða nær kringlótt, bogtennt og hárlaus. Tveir til fimm smáir gróblettir eru síðar neðan á hverju smáblaði. Gróblettirnir aflangir, beinir og renna saman með aldrinum, gróhulan heilrend og hárlaus. Til hliðar við yngstu gróblettina má greinahimnukennda gróhulu sem hverfur við þroskun. 2 n = 72.
LÍK/LÍKAR: Svartburkni. Svartburkni er með svarta eða dökkbrúna miðstrengi á blöðum. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Grýttur, lífrænn, meðalrakur, vel framræstur í hálfskugga-skugga eru bestu ræktunaraðstæður. Algjört skilyrði er að framræsla sé í lagi og passa verður upp á að ofvökva ekki. |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=233500204 |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Mjög sjaldgæfur. Aðeins fundinn á átta stöðum á austanverðu landinu frá Reykjaheiði við Kelduhverfi
suður í Kvísker í Öræfum.
Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Evrópa og Asía. |
|
|
|
|
|