Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Betula x intermedia
Ættkvísl   Betula
     
Nafn   x intermedia
     
Höfundur   (Hartm.) Thomas
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skógviðarbróðir
     
Ætt   Betulaceae (Bjarkarætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi  
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   maí
     
Hæð   0.5-2 m
     
 
Skógviðarbróðir
Vaxtarlag   Runni eða mjög lítið kræklótt tré. Fjalldrapi myndar kynblendinga með birki sem hafa odd á blöðunum líkt og birki, en blöðin eru þó minni en á birkinu. Myndar oftast runna sem eru meira eða minna jarðlægir en þó töluvert hærri en fjalldrapinn.
     
Lýsing   Yfirleitt runnkenndur, börkur grár-brúnleitur, greinar hærðar án varta. Reklar uppréttir. Kynblendingurinn er tíðari um norðanvert landið, þar sem mest er af fjalldrapa. Haustlitir gjarnan með rauðu ívafi eins og í fjalldrapa (alltaf gulir í birki). 2n = 42
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,9, HKr.
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Nokkuð algengur um norðanvert landið.
     
Skógviðarbróðir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is