Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Botrychium lunaria
Ćttkvísl   Botrychium
     
Nafn   lunaria
     
Höfundur   (Linnaeus) Swartz, J. Bot. (Schrader). 1800(2): 110. 1801.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tungljurt
     
Ćtt   Ophioglossaceae (Nađurtungućtt)
     
Samheiti   Botrychium lunatum Gray; Ophioglossum lunaria (L.) Stokes; Ophioglossum pennatum Lam.; Osmunda lunata Salisb.;
     
Lífsform   Fjölćr gróplanta
     
Kjörlendi   Vex í ţurrum grasbollum, grónum brekkum, hlíđum og móabörđum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Gróbćr í júní-júlí (ág.)
     
Hćđ   0.05 - 0.15 m
     
 
Tungljurt
Vaxtarlag   Örstuttur, uppréttur jarđstöngull međ einu blađi sem greinist ofan til í tvo hluta, laufblađkenndan hluta međ 2-6 sm langri, fjađrađi blöđku međ hálfmánalaga eđa blćvćngslaga smáblöđum og gróbćran hluta međ klasa af gróhirslum, yfirleitt ađeins 8-15 sm á hćđ en getur í einstaka tilfellum orđiđ hćrri.
     
Lýsing   Smáblöđin hálfmánalaga, ljósgrćn án greinilegs miđstrengs og oft svo ţéttstćđ, ađ rađirnar ganga á misvíxl, 0,5-1 sm á lengd en 1-1,5 sm á breidd, bylgjuđ í röndina eđa nćr heilrend. Gróbćri blađhlutinn aflangur á löngum legg, gróhirsluklasinn marggreindur, gróhirslur hnöttóttar og opnast međ ţverrifu í kollinn. Gróbćr í júní-júlí. 2 n =90. LÍK/LÍKAR: Mánajurt og lensutungljurt. Tungljurtin er auđţekkt frá ţeim á hálfmánalögun smáblađanna.
     
Jarđvegur   Kýs fremur rakan en ţó framrćstan jarđvegl.
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://delta-intkey.com/britfe/www/botrluna.htm; http://www.pfaf.org/database/plants.php?Botrychium+lunaria;
     
Reynsla   "Lásagras er elsta nafniđ á tegundinni og til komiđ af ţví, ađ trúa manna var, ađ lásar opnuđust, vćri plantan borin ađ ţeim. Trćđu hestar á tungljurtinni, átti skeifan ađ detta undan ţeim." (Ág. H.)
     
     
Útbreiđsla   Algeng um land allt. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: N & S Ameríka, Evrópa, Asía, Kyrrahafseyjar, Nýja Sjáland og Ástralía.
     
Tungljurt
Tungljurt
Tungljurt
Tungljurt
Tungljurt
Tungljurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is