Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Callitriche brutia
Ćttkvísl   Callitriche
     
Nafn   brutia
     
Höfundur   Petagna, Inst. Bot. 2: 10. 1787.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lćkjabrúđa (Lćkjastjarna)
     
Ćtt   Callitrichaceae (Vatnsbrúđućtt)
     
Samheiti   Callitriche capillaris Parl. Callitriche intermedia auct. Callitriche pedunculata DC. Callitriche intermedia subsp. pedunculata (DC.) A.R.Clapham
     
Lífsform   Fjölćr
     
Kjörlendi   Vex í lćkjum, lygnum pollum og tjörnum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-júlí
     
Hćđ   0.15-0.40 m
     
 
Vaxtarlag   Smágerđ jurt sem vex í vatni, meira eđa minna kaflćg. Stönglar ţráđmjóir, 15-40 sm á hćđ/lengd.
     
Lýsing   Blöđin fíngerđ og mjó, ţau efri međ 3 áberandi strengjum en hin neđri ţráđlaga og sýld í endann. Blómin óásjáleg, stök í blađöxlunum, blómhlífarlaus (enginn bikar né króna). Sambýli, karlblóm međ einum frćfli og kvenblóm međ einni frćvu. Blómin greinilega leggjuđ. Aldin ţykk og ljósgrágrćn, langleggjuđ. Blómgast í júní-júlí. Lík/líkar: Síkjabrúđa. Fágćt brúđutegund sem líkist einna mest síkjabrúđu eđa vorbrúđu, utan hvađ aldin og blóm eru greinilega leggjuđ. Blöđin styttri en á síkjabrúđu, en álíka tennur á endanum.
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   3, 9, HKr.
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Sjaldgćf votlendisjurt sem vex hérlendis á örfáum stöđum, einkum á Suđvesturlandi. Önnur nátttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, V Asía, N Afríka, Ástralía
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is