Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Aconitum lycoctonum ssp. lycoctonum
Ćttkvísl   Aconitum
     
Nafn   lycoctonum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   ssp. lycoctonum
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Týshjálmur
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae).
     
Samheiti   Aconitum septentrionale Koelle
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpura-lilla eđa hvít eđa gul.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   100-150 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Týshjálmur
Vaxtarlag   Rćtur eru langar. Stönglar háir, uppréttir. Lauf meira eđa minna kringlótt til breiđari en löng, djúp 5-7 flipótt, hárlaus eđa hćrđ ofan, yfirleitt hćrđ á ćđastrengjum á neđra borđi, grunnlauf međ langan legg, flipar tenntir á mismunandi hátt eđa sepóttir.
     
Lýsing   Blómskipunin skúfur, gisblóma eđa ţétt blóma, blómin fá eđa mörg, purpura-lilla eđa hvít eđa gul. Blómleggir dúnhćrđir. Hjálmurinn sívalur eđa pokalaga, 3 x eđa meir lengri en hann er breiđur, oftast hćrđur á ytra borđi, sporinn gormlaga. Frćhýđi oftast 3, frć oftast 4-hyrnd, brún til fílabeinslit.
     
Heimkynni   N Evrópa, N Afríka.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Haustsáning, skipting ađ vori eđa hausti.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstćđ planta, í skrautblómabeđ, í ţyrpingar.
     
Reynsla   Harđgerđ planta, sem vex villt á Norđurlöndunum. Í Lystigarđinum eru til 3 plöntur undir ţesu nafni, frá mismunandi tímum, allar ţrífast vel.
     
Yrki og undirteg.   'Ivorine' međ mjólkurhvít blóm um 90 sm og blómstrar snemma. Í Lystigarđinum er til ein planta undir ţessu nafni, sem kom sem planta í garđinn 1991, ţrífst vel.
     
Útbreiđsla  
     
Týshjálmur
Týshjálmur
Týshjálmur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is