Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Carex caryophyllea
Ćttkvísl   Carex
     
Nafn   caryophyllea
     
Höfundur   Latourrette, Chlor. Lugd. 27. 1785.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vorstör
     
Ćtt   Cyperaceae (Stararćtt)
     
Samheiti   Carex praecox Jacquin 1778, not Schreber 1771
     
Lífsform   Fjölćr grasleitur einkímblöđungur
     
Kjörlendi   Ţurrir hagar á láglendi.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   June
     
Hćđ   0,04 - 0,25 m
     
 
Vorstör
Vaxtarlag   Sjaldgćf stör sem minnir á dúnhulstrastör ţví hún hefur einnig hćrđ hulstur. Stráin eru ţó miklu stinnari og öxin aflengri. Stráin ţrístrend, kantar sljóir, 4-25 (-35) sm, snörp neđan til.
     
Lýsing   Lauf viđ grunn, kjöluđ, hárlaus, 7-25 sm × 1.5-3 mm, styttri en stráin. Blómskipun 2-4 sm. Stođblöđin nćst blómskipun allt ađ 5 × 1 mm. Toppax 1-2 cm × 4 mm en ţau neđri 0.5-1.5 sm × 4-5 mm. Axhlífar brúnar međ gul-brúnni miđtaug, 3 tauga, snubbóttar, axögnin međ um 2 mm títu. Frćflar 2-3 mm. Hulstur ljós-brún, oft rauđbrún í endannn, 2.5-2.8 × 1.5 mm međ purpurabrúnum hárum. Trjónan rauđbrún og keilulaga. Hnotur brúnar, ásćtnar, öfugegglaga 2-2.2 mm. 2n = 58, 62, 64, 66, 68 (Evrópa, Japan).
     
Jarđvegur  
     
Heimildir   9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357107
     
Reynsla  
     
     
Útbreiđsla   Mjög sjaldgćf. Hefur ađeins fundist skammt frá Herdísarvík á sunnanverđum Reykjanesskaga. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Evrópa, Asía, ílendur slćđingur í N Ameríku.
     
Vorstör
Vorstör
Vorstör
Vorstör
Vorstör
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is