Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Carex chordorrhiza
Ættkvísl   Carex
     
Nafn   chordorrhiza
     
Höfundur   Ehrhart ex Linnaeus f., Suppl. Pl. 414. 1782.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vetrarkvíðastör
     
Ætt   Cyperaceae (Stararætt)
     
Samheiti   Vignea chordorrhiza (L.f.) Rchb.
     
Lífsform   Fjölær grasleitur einkímblöðungur
     
Kjörlendi   Vex í votum mýrum og flóum.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   0.15 - 0.30 m
     
 
Vetrarkvíðastör
Vaxtarlag   Jarðstönglar langskriðulir með uppsveigðum eða skástæðum blaðsprotum (vetrarkvíða). Jarðstöngar geta orðið um og yfir 50-60 sm langir að hausti og jafnvel lengri. Stráin gulgræn, hol, allgild, nær sívöl, upprétt, skástæð eða uppsveigð, 15-30 sm á hæð.
     
Lýsing   Blöðin ljósgræn, ydd, flöt eða kjöluð, um 2 mm á breidd. Samöxin blómfá, öxin nokkur saman í þyrpingu efst á stráinu. Karlblóm efst í hverju axi en kvenblóm neðar. Axhlífar brúnar. langar, odddregnar, brúnar, himnurendar. Hulstrin gárótt, um 3,5 mm á lengd, græn eða ljósbrún, egglaga með stuttri, sléttri trjónu. Tvö fræni. Hotin silfurbrún, mjúk. Blómgast í júní. 2n = 60. Alg. LÍK/LÍKAR: Engar. Auðþekkt á uppsveigðum, skástæðum stráum og löngum blaðsprotum sem liggja lausir ofan á jörðunni.
     
Jarðvegur  
     
Heimildir   1,2,3,9, HKr, http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=242357115
     
Reynsla  
     
     
Útbreiðsla   Algeng í votlendi um land allt, nema fremur fátíð á Suðausturlandi frá Markarfljóti austur í Öræfi, og strjál á Vestfjörðum. Sjaldséð eða ófundin á miðhálendinu í regnskugga jöklanna. Önnur náttúruleg heimkynni t.d.: Grænland, N Ameríka, Labrador, Kanada, Alaska, Evrópa, og Asía.
     
Vetrarkvíðastör
Vetrarkvíðastör
Vetrarkvíðastör
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is